Um Ljómalind

Ljómalind er staðbundinn sveitamarkaður, eða selur vörur sem einungis eru framleiddar á Vesturlandi. Það eru um það bil 70 aðilar sem selja varning sinn í Ljómalind. Öll matvara er beint frá býli, flestar vörur sem seldar eru hér fást einungist hjá okkur eða beint frá framleiðanda.

Ljómalind er einkahlutafélag í eigu nokkurra aðila sem allir selja varning sinn þar. Það var hins vegar í maí árið 2013 sem nokkrar konur á svæðinu komu saman og stofnuðu Ljómalind, síðan hefur hún flutt og tekið ýmsum breytingum. Við höfum þó alltaf það sama að leiðarljósi, að bjóða uppá hágæða vöru sem framleidd er af íbúum Vesturlands.

Vinsælar vörur

Ljómalind á Facebook

Við í Ljómalind erum tilbúnar fyrir konudaginn, eigum gómsætar steikur, baðsalt, hlýja inniskó, sjöl og hvaðeina til að færa konunni í lífi þínu. Opið á milli 12 og 17 alla daga, verið velkomin. We will be celebrating "womensday" next sunday, and for that occasion we have steaks, slippers, bathsalt, shawls and much more for the woman in your life. Open between 12 and 17 every day. Welcome.

Splunkunýjar gellur komnar í hús.

HROGN, LIFUR OG GELLUR KOMIÐ. Í dag erum við með tilboð á sultum frá Hundastapa, tvær fyrir eina. Um að gera að nota tækifærið og fá ykkur smakk af þessum dásemdar sultum. Eigum einnig til te og osta. Spurning um að koma elskunni á óvart og bjóða uppá osta með sultum og te á morgun, sjálfan Valentinusardaginn. Svo er líka hægt að bjóða uppá drykkinn Islandus, en hann er bæði góður einn og sér og ekki síður sem grunnur í aðra drykki (uppskriftir fást fríar með). Eigum steikur sem þú getur heillað elskuna þina uppúr skónum með. Opið frá 12 til 17 alla daga. Verið velkomin. Today you can get 2 for 1 of jams from Hundastapi ehf. We also have cheese so why not offer your loved one cheese and jams tomorrow on Valentines day. You can also get Islandus the whey drink which is good on its own but also as part of differrent drinks (recipes available at the counter). We have steaks that take over your life, as long as your are consuming them, and a bit longer. We are Open between 12 and 17 every day. Welcome.

Vegna veikinda koma hvorki hrogn og lifur né gellurnar í dag. Við í Ljómalind erum með svona rosalega fallegt nautakjöt frá Mýranaut - nautakjöt til sölu, það er af nautgripum mannúðlega með frá upphafi til enda. Er ekki um að gera að fá sér safaríka steik í kuldanum. Eigum einnig til bæði hænu og andaregg, allskonar sultur og osta. Ekki má gleyma öllu hinu, bæði mat og gjafavöru. Opið á imlli 12 og 17 alla daga. Verið velkomin. We at Ljómalind are proud to present this beautiful beef. From animals that are taken good care of from the start. Isn´t it a good idea to have a juicy steak in the cold. We also have chicken and duck eggs, all sorts of jams and cheeses. Not to mention all the other stuff we have to enjoy, some by eating, some by wearing and some by watching. Open between 12 and 17 everyday and you are welcome.