Um Ljómalind

Ljómalind er staðbundinn sveitamarkaður, eða selur vörur sem einungis eru framleiddar á Vesturlandi. Það eru um það bil 70 aðilar sem selja varning sinn í Ljómalind. Öll matvara er beint frá býli, flestar vörur sem seldar eru hér fást einungist hjá okkur eða beint frá framleiðanda.

Ljómalind er einkahlutafélag í eigu nokkurra aðila sem allir selja varning sinn þar. Það var hins vegar í maí árið 2013 sem nokkrar konur á svæðinu komu saman og stofnuðu Ljómalind, síðan hefur hún flutt og tekið ýmsum breytingum. Við höfum þó alltaf það sama að leiðarljósi, að bjóða uppá hágæða vöru sem framleidd er af íbúum Vesturlands.

Vinsælar vörur

Ljómalind á Facebook

Meira af hrogn og lifur. Fengum einnig þorskhnakka, blálöngu og kola. Opið til 17. Fresh fish and more. Open until 17 welcome.

Þorskur, hrogn og lifur mætt í hús en tætist út......opið til 17. Verið velkomin. Fresh cod and more. Open until 17. Welcome. Hrognin búin, eigum von á að fá aftur á morgun. Læt vita.

Vikuskammturinn frá Mýranaut - nautakjöt mættur í hús.Sérlega girnilegt enda af stóru og þungu nauti. Opið til 17. Velkomin. Just got our weekly allovance of beef. Looks very delicious, no wonder as it is from a big and heavy bull. Open until 17. Welcome

Nýr fiskur í dag. Opið til 17. Fresh fish today. Open until 17.

Um leið og við í Ljómalind óskum ykkur gleðilegs árs, minnum við á að við eigum áramótasteikina, grafna og reykta laxinn, ostinn og sulturnar, ekki má heldur gleyma ísnum. Opið til klukkan 17 í dag. Verið velkomin We at Ljómalind local market wish you a happy new year, we also want to let you know the we have the new years steak, smoked and cured salmon, cheese and jams. Ice cream and much more. Open until 17 today. Welcome.