Um Ljómalind

Ljómalind er staðbundinn sveitamarkaður, eða selur vörur sem einungis eru framleiddar á Vesturlandi. Það eru um það bil 70 aðilar sem selja varning sinn í Ljómalind. Öll matvara er beint frá býli, flestar vörur sem seldar eru hér fást einungist hjá okkur eða beint frá framleiðanda.

Ljómalind er einkahlutafélag í eigu nokkurra aðila sem allir selja varning sinn þar. Það var hins vegar í maí árið 2013 sem nokkrar konur á svæðinu komu saman og stofnuðu Ljómalind, síðan hefur hún flutt og tekið ýmsum breytingum. Við höfum þó alltaf það sama að leiðarljósi, að bjóða uppá hágæða vöru sem framleidd er af íbúum Vesturlands.

Vinsælar vörur

Ljómalind á Facebook

Nýtt kryddbrauð - opið til 18. Freshly baked spiced bread - open until 18 #Ljómalind #borgarnes #delicacies #freshlybakedbread #freshlybakedbreads

Hún Gína okkar er búin að skipta um föt, hún klæðist alltaf ull. Enda erum við með fullt af fallegum ullarflíkum. Eigum einnig kjöt, fisk, grænmeti, osta, sultu og margt margt fleira. Opið alla daga milli 10 og 18. Verið velkomin. Our ms. Gína just changed her outfit but she only wears wool garments. No wonder, in our store we have lots of wool garments. Also mest, fish, vegetables, cheese, jams and much more. Ooen every day between 10 and 18. Welcome. #Ljómalind #westiceland #borgarbyggð #Borgarnes #designer #design

Minnum á að það er opið hjá okkur alla helgina. Nóg til af nauti á grillið. Opið til 18 alla daga. Open every day 10 - 18 welcome. #Ljómalind #westiceland #borgarbyggð #borgarnes #beintfrábónda #beintfrábýli @ Borgarnes

Við í Ljómalind eigum þurrkuð epli og Sörur. Fullt af matvöru eins og venjulega. Opið 10 - 18 alla daga. Velkomin We have dried apples and Sörur, our famous Christmas cookies. Open 10 - 18 every day. Welcome #Ljómalind #westiceland #borgarbyggð #borgarnes #farmersmarket #fresh #localmarket #sweets #delicacies #cleanfood

Fullt til af nautakjöti.á grillið, vorum að fá sultaðan lauk og bláberjasultu. Opið til 18. Velkomin. Beef for the sunday steak. Coasters, jams and so much more Open until 18, welcome. #Ljómalind #farmersmarket #beintfrábónda #beintfrábýli #localbusiness #borgarbyggð #borgarnes #westiceland #localartist