Um Ljómalind

Ljómalind er staðbundinn sveitamarkaður, eða selur vörur sem einungis eru framleiddar á Vesturlandi. Það eru um það bil 70 aðilar sem selja varning sinn í Ljómalind. Öll matvara er beint frá býli, flestar vörur sem seldar eru hér fást einungist hjá okkur eða beint frá framleiðanda.

Ljómalind er einkahlutafélag í eigu nokkurra aðila sem allir selja varning sinn þar. Það var hins vegar í maí árið 2013 sem nokkrar konur á svæðinu komu saman og stofnuðu Ljómalind, síðan hefur hún flutt og tekið ýmsum breytingum. Við höfum þó alltaf það sama að leiðarljósi, að bjóða uppá hágæða vöru sem framleidd er af íbúum Vesturlands.

Vinsælar vörur

Ljómalind á Facebook

Nýtt... sveitamjólk og súkkulaðimjólk. New.... milk and chocolate milk. Straight from the farm. #erpsstaðir #westiceland #farmersmarket #gourmet

Opið í Ljómalind alla páskadagana 🌞 alltaf eitthvað nýtt og spennandi á boðstólum.

Er ekki málið að stoppa við og fá sér ís. Why not come by for sone ice cream.

Opnunartími í apríl er alla daga frá 12 til 17. Allar vörur í Ljómalind eru upprunnar af Vesturlandi, allur matur beint frá býli

Nýtt bananabrauð, ferskt salat og pestó Fresh banana bread, pesto and salad.