Um Ljómalind
Ljómalind er staðbundinn sveitamarkaður, eða selur mest vörur sem eru framleiddar á Vesturlandi. Það eru um það bil 70 aðilar sem selja varning sinn í Ljómalind. Öll matvara er beint frá býli, flestar vörur sem seldar eru hér fást einungist hjá okkur eða beint frá framleiðanda.
Ljómalind er einkahlutafélag í eigu nokkurra aðila sem allir selja varning sinn þar. Það var hins vegar í maí árið 2013 sem nokkrar konur á svæðinu komu saman og stofnuðu Ljómalind, síðan hefur hún flutt og tekið ýmsum breytingum. Við höfum þó alltaf það sama að leiðarljósi, að bjóða uppá hágæða vöru sem framleidd er af íbúum Vesturlands.