Opið hús í Matarlind

Opið hús í Matarlind

Á morgun 22 febrúar á milli 16 og 18 ætlum við í Ljómalind að hafa opið hús í Matarlindinni. Þar sem fólk getur kíkt við, skoðað aðstöðuna og þegið léttar veitingar.

Matarlindin er samvinnuverkefni Ljómalindar og SSV. Um er að ræða matarsmiðju / vottað eldhús sem er aðstaða fyrir frumkvöðla af Vesturlandi þar sem þeir geta unnið að vöruþróun og smáframleiðslu.

Markmiðið er að leggja grunn að aðstöðu til smáframleiðslu og tilrauna fyrir frumkvöðla í matvælagerð og tengdri starfssemi, skapa umhverfi sem örvar hugmyndir íbúa á svæðinu og aðstoðar frumkvöðla og smáframleiðendur við að þróasín viðfangsefni.

2018