Nýtt í nóvember - November news

Nýtt í nóvember - November news

Það er alltaf eitthvað að gerast í Ljómalind og hér ætla ég að tipla á því helsta sem er að frétta.

There is always something going on in Ljómalind and here are the most newsworthy... news.

Í nóvember höfum við fengð inn fullt af nýjum vörum, má þar nefna nýtt lambakjöt og ærkjöt. Hvort tveggja beint frá býli eins og venja er hér. Við eigum nóg til af ostum og sultuúrvalið hefur aldrei verið meira.

Þann 20. Nóvember síðast liðinn var tekið forskot á sæluna þegar haldið var námskeið á vegum símenntunarstöðvar Vesturlands í Matarsmiðjunni sem við í Ljómalind höfum verið að vinna í að opna í samstarfi við SSV. Það var geysilega skemmtilegur áfangi þó það sé ekki búið að opna hana formlega. Matasmiðjan er viðurkennt eða vottað eldhús þar sem fólk getur leigt aðstöðu til að þróa sínar vörur eða bara ef það þarf að nota vottað eldhús fyrir sína framleiðslu í stað þess að þurfa að koma sér upp aðstöðu sjálft. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í Ljómalind

Núna um næstu helgi þann 25. og 26. nóvember ætlar hluti af söluaðilum okkar að vera með i Jólamatarmarkaði Búrsins í Hörpu. Eins veit ég að einhver af okkur ætlar að vera með í Jólamarkaði Laugalækjar sem er á planinu við Frú Laugu. Hvet ég alla til að mæta þar og sjá úrvalið, svo eru allir auðvitað velkomnir í Ljómalindina góðu.

Á fimmtudaginn í næstu viku, eða þann 30. nóvember ætlum við að hafa kvöldopnun frá 20 til 22. Það verður eitthvað af söluaðilum með varning sinn til kynningar og alveg örugglega hægt að gera góð kaup fyrir jólin, bæði i formi jólagjafa og ekki síður eitthvað í jólamatinn.

Að síðustu, Ljómalind er verslun sem selur eingöngu vörur sem framleiddar eru af íbúum Vesturlands og allir söluaðilar okkar fá meirihlutann af söluandvirði sinnar vöru.

 

Now in November we are offering new lamb and mutton, both of which are straight from the farm like everything in this shop. We also have many types of cheese and we are expecting more varieties soon. We have never had this many types of jams and chutneys.  We encourage you to try out some new cheese and jam combinations.

The other day or the 20th of November we took a head start and hosted a course in our new developement kitchen which we have been renovating along with the SSV (organization of communities in West Iceland). We are extremely happy and proud that this project is almost there. For those that do not know, this kitchen is equipped so that people can get a permit to produce food they want to sell. It makes it easier to start your own food production. For more information please contact Ljómalind.

Next weekend or the 25. and 26. of November some of our producers will take part of the Christmas Food Market in Harpa and the Christmas market at Frú Lauga. I do encourage you to take a look at these markets, and everyone is also always welcome to visit our good old Ljómalind.

Next Thursday or the 30th of November we are going to open up in the evening at 20:00 and stay open until 22:00. Some of our producers will come and promote their products. This night you can come by, take a look, have a taste and you just might find the right gift or even the right Christmas dinner.

Last but not least, everything that is for sale in Ljómalind is made by the residents of West Iceland and most of the profits go to the producers themselves.

2017