Nýr verslunarstjóri

Nýr verslunarstjóri

Nú þegar tímabundinni ráðningu Evu Hlínar Alfreðsdóttur sem framkvæmdastjóra er lokið tekur Sigurbjörg Kristmundsdóttir við sem verslunarstjóri.

Sigurbjörg er viðskiptafræðingur frá Bifröst og hefur einnig lokið meistaranámi í alþjóðaviðskiptum frá sama skóla. Hún er vestan úr Dalasýslu en býr nú í Borgarnesi.

Um leið og við þökkum Evu Hlín Alfreðsdóttur fyrir vel unnin störf bjóðum við nýjan verslunarstjóra velkominn til starfa.

2016