Ljómalind á Mannamótum

Ljómalind á Mannamótum

Í gær fóru tveir glæsilegir fulltrúar Ljómalindar á Mannamót markaðsstofa landshlutanna sem Flugfélagið Ernir hýsti í einu flugskýla sínu á Reykjarvíkurflugvelli.

Margt var um manninn á þessari stóru fagsýningu þar sem landshlutarnir kynna það sem þeir hafa uppá að bjóða.

Við í Ljómalind vorum helst að kynna ferðaheildsölum að við tökum á móti hópum í sérstakar upplifunar "smakk úr héraði" heimsóknir sem hafa vakið mikla lukku.

Víkingaheimar sendu einnig sinn fulltrúa í fallegum klæðum forfeðranna og smelltum við því af mynd með honum Helga.

2016