Listahornið

Listahornið

Björk Jóhannsdóttir hefur nú tekið við af Arnóri Orra Einarssyni með sýningu í Listahorni Ljómalindar. Hún er með akrýlmyndir sem munu verða uppi hjá okkur fram yfir jól.

 

Björk ólst upp á Hólmavík og bjó þar öll sín æsku- og unglingsár, stundaði nám á vetrum en vann ýmis verkamannastörf á sumrum. Vorið 1982 útskrifaðist hún sem myndlistarkennari frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, starfaði næstu 3 ár sem kennari við Broddanesskóla, en fluttist svo aftur til Hólmavíkur árið 1985. Þar bjó hún í 12 ár og vann lengst af við kennslu. Frá Hólmavík lá leiðin til Svíþjóðar, Mosfellsbæjar og loks til Borgarness, þar sem Björk hefur búið með fjölskyldu sinni síðustu 14 ár. Mestan hluta þess tíma hefur hún unnið sem grunnskólakennari.Björk hefur unnið við heilun síðan 1997 og útskrifaðist sem reikimeistari árið 2000. Björk hefur haldið 5 einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum.

2013