Kynning á framleiðendum 3.

Kynning á framleiðendum 3.

Þessa viku tökum við fyrir Agnesi Óskarsdóttur á Hundastapa, Snjólaugu Guðmundsdóttur Brúarlandi og Liu Ter Braake sem býr í Borgarnesi.

This week we are introducing Agnes Óskarsdóttir, Snjólaug Guðmundsdóttir and Lia Ter Braake.

 

Agnesi þekkja flestir en hún er bóndi á Hundastapa og býr þar ásamt manni sínum og fjórum sonum. Agnes er líka á fullu í matarhandverki og gerir margs konar sultur, saft og sósur. Þá er hún líka með kálfakjöt og ýmislegt fleira matarkyns.

Snjólaug er líka þekkt hér um slóðir en hún býr á Brúarlandi ásamt manni sínum. Snjólaug er vefnaðarkennari og fæst við handíðir og hönnun.  Hún býr til skartgripi úr hornum, beinum og skel, ásamt því að búa til tölur úr tré, þæfir og vefur.

Lia er aðflutt alla leið frá Hollandi, en býr núna í Borgarnesi ásamt manni sínum. Hún ferðaðist til Íslands, heillaðist af landi og þjóð og flutti í kjölfarið til okkar í Borgarnes og vill hvergi annars staðar vera. Hún er mikil handavinnu kona, prjónar og vinnur með gærur og skinn.

Agnes is well known in the area, she is a farmer on Hundastapi farm. She lives there along with her husband and four sons. She is also producing jams, juices, sauces and more such as veal.

Snjólaug is also known here, she lives at Brúarland farm along with her husband. Snjólaug is a textile teacher. She does handcrafts and designs, making jewelry from bones, horns and shells. She also felts and weaves.

 

Lia is from the Netherlands, she visited the country and fell in love with the same.  So she moved over and loves it here. Lia is selling at our store products made from wool, and lamb skin. She is truly a very creative woman.

2018