Kynning á framleiðendum 2

Kynning á framleiðendum 2

Í þessari viku eru það Þórhalla Agla, Ingimundur og Sigur-Garðar sem við tökum fyrir.

This week we introduce Þórhalla Agla, Ingimundur and Sigur-Garðar.

Þórhalla Agla býr á Krossholti í Kolbeinsstaðarhrepp. Hún stundar þar búskap ásamt manninum sínum á svona alvöru sveitabæ, með kúm, kindum, hestum, köttum, hundum og nokkrum hænum. Þórhalla Agla er líka ein af okkar allra bestu prjónakonum. Hún er vandvirk og gerir afskaplega fallegar flíkur sem rjúka út.

 

Sigur-garðar er skrúðgarðyrkjufyrirtæki starfrækt á Laufskálum 2 í Borgarbyggð. Þar eru einnig ræktaðar alls konar plöntur, bæði úti og inní gróðurhúsum. Á þeim bænum er ekki notast við neitt skordýraeitur. Þau selja vörurnar sínar undir nafninu Græni Garðurinn og við erum til dæmis með krydd og te, sultur og mauk, olíu og nammi. Allt laust við eiturefni og er því hollustan uppmáluð. Svo er það líka bragðgott.

Ingimundur Ingimundarson er sá þriðji sem við tökum fyrir að þessu sinni. Hann er Borgnesingur og hagleiksmaður mikill. Frá honum erum við með hnifa sem hann gerir úr hornum, beinum, tré og leðri. Allt meira og minna unnið í höndunum, engar vélar koma nálægt framleiðslunni. Hann gerir líka ostahnífa, salatáhöld, tappatogara og fleira af eldhúsáhöldum.

Allir velkomnir að kíkja á borðið hjá okkur þar sem við erum með sýnishorn frá þessum framleiðendum.

Þórhalla Agla lives at Krossholt in Kolbeinsstaðarhrepp. She is a farmer there along with her husband, they have a "real" farm with sheep, cows, horses, cats, dogs and a few chichen. Þórhalla Agla is also one of our best knitters. Everything she does is of highest quality and what every garment she brings is also a top seller.

Sigur-Garðar is a horticulture company at Laufskálar, fifteen minutes’ drive from Borgarnes. They grow vegetables and herbs outside and in greenhouses. They do not use any pesticides. Their products are sold under the name of „Græni Garðurinn“which means the green garden. We have herbs and tea, jams and chutney, oil and even sweets. No toxins and delicious products.

Ingimundur Ingimundarson is raised here in Borgarnes. He is a great artisian and makes knives from bones, horns (also antlers), wood and leather. He does it all by hand, no machine at all. He also makes cheese slicers, cake knives and many more kitchen utensils

 

I do encourage you to come by and look at our small exhibition of their products.

2018