Kynning 14 / Introduction 14

Kynning 14 / Introduction 14

Að þessu sinni erum við með þrjá söluaðila á borðinu okkar. Þær Sigríði Ævarsdóttur, Lilju Jónasdóttur og Guðrúnu Sigurjónsdóttur.

This week we introduce three producers, Sigríður Ævarsdóttir, Lilja Jónasdóttir and Guðrún Sigurjónsdóttir

Sigríður eða Sigga eins og hún er oftast kölluð, býr hér rétt utan við Borgarnes, hún teiknar listavel. Hún er með teiknaðar myndir og alls konar kort til sölu hjá okkur, viðfangsefnin eru alltaf hestar.

Lilja býr í Borgarnesi og prjónar þessa líka flottu tátiljur eða inniskó. Afar fallegt handbragð hjá þessari fullorðnu konu.

Guðrún er bóndi og býr hér uppí Borgarfirði. Hún prjónar trefla eftir gömlum íslenskum munstrum, einnig framleiðir hún slár sem seljast eins og heitar lummur. Hún hefur einnig útbúið pakka sem í er uppskrift af vettlingum ásamt lopa sem í þá fara.

 

Sigríður or Sigga, lives right outside of Borgarnes, and she draws beautifully. Here we have pictures and many sorts of card made by her. All of which have pictures of horses.

Lilja lives in Borgarnes and she knittes warm and cozy slippers or socks. Beautifully knitted by this old lady.

Guðrún is a farmer in the outskirts of Borgarnes. She knits scarves with traditional patterns. She also makes ponchos that sells like lemonade on a hot day. Not to mention her mittens kit. Where she put together the pattern and the wool for a pair of mittens.

2018