Keppum í handavinnu

Keppum í handavinnu

Allir þekkja hið merka fyrirbæri Jólasokkinn sem ásamt aðeins minna þekkta fyrirbærinu Ljótupeysu sem hefur rutt sér til rúms í íslenskri aðventu undandarin ár. Við í Ljómalind Sveitamarkaði í Borgarnesi fögnum aðventunni en jafnframt keppnisskapinu og fjölbreytileikanum.

Við kynnum því tveggja flokka handavinnukeppni.

Annars vegar í jólasokkagerð þar sem hægt verður að leggja fram hefðbundinn eða óhefðbundinn jólasokk, efni og aðferð fullkomlega frjáls.

Hins vegar opinn flokk þar sem tilvalið er að leggja fram allt það skrýtna, fjölbreytta og frumlega sem tengist jólum í von um vegleg verðlaun!

Skilafrestur er 11. desember í verslun Ljómalindar og sá vinnur sem hefur hlotið flest atkvæði klukkan 18 þann 22. desember.

Vinningshafar verða tilkynntir á Þorláksmessu en munirnir verða til sýnis fram að Þrettándanum þegar jólin hverfa úr Ljómalind.

2015