Hvað ertu með í skottinu?

Hvað ertu með í skottinu?

Eruð þið að rækta grænmeti? Að framleiða eitthvert góðgæti sem vinir og ættingjar taka ekki lengur við? Eigið þið stútfulla geymslu af fótanuddtækjum? Eða eruð þið bara leið á gæludýrunum ykkar? Ljómalind hefur lausnina: Seljið þetta allt saman á skottsölunni okkar laugardaginn 30. ágúst. Þá verður hægt að leggja bílnum sínum við húsnæði Ljómalindar að Sólbakka 2, opna skottið og selja varninginn gestum og gangandi. Stæðin verða ókeypis en við biðjum fólk samt um að senda okkur línu islandur@yahoo.com eða hringja 6952583 og tilkynna komu sína. Um að gera að leggja heilann í bleyti og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði, eflaust eiga margir falin verðmæti sem aðrir gætu nýtt sér.

2014