Heimasíðan tekur völdin!

Heimasíðan tekur völdin!

Sveitamarkaðurinn Ljómalind hefur nú verið starfræktur í sex mánuði. Því er ekki seinna vænna en að koma heimasíðunni í gagnið. Við opnuðum um miðjan maí eftir frekar stuttan undirbúningstíma og mikið gekk á við smíði innréttinganna sem prýða búðina. Eftir sumartörnina er ljóst að þennan valkost hefur bráðvantað í héraðið því viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Heimamenn, innlendir og erlendir ferðamenn hafa tekið okkur vel og það er við hæfi að við hjá Ljómalind þökkum fyrir móttökurnar.

2013